Dagskrá


Fermingarfræðslan í dag 2. september.
Þá mættu hópar C og D.  Sjá undir Fermingar - Starfsáætlun. 

Upplýsingar um ferð á Úlfljótsvatn má einnig finna undir Fermingar.  

Fermingardagar 2015
Fermingardagar 2015: Pálmasunnudagur 29. mars, laugardagurinn 11. apríl, Sumardagurinn fyrsti 23. apríl, Sunnudagurinn 10. maí og Sjómannadagurinn. 

Fjáröflun - valgreiðsla - Úps gæti komið tvisvar! 
Nú höfum við sent út valgreiðslukröfu í heimabanka fjölmargra safnaðarmeðlima. Vegna lagfæringar drógum við kröfu sem farin var út til baka 12. ágúst eftir að hún hafði verið nokkra daga í gildi og stofnuðum nýja 13. ágúst. Reynt var að tryggja að þeir sem höfðu greitt sína valgreiðslu úr fyrri útsendingu fengju ekki nýja og um leið að ekki bærust fleiri en ein krafa á hvern einstakling. Eitthvað misfórst þetta í framkvæmdinni en á nú að vera komið í lag. Við biðjumst velvirðingar á mistökunum. Með einlægri þökk fyrir framlag ykkar. Safnaðarstjórn. 

Fjáröflun - nýjung: Kortagreiðslur á vefnum

Foreldramorgnar
Foreldramorgar eru notalegar stundir fyrir foreldra ungra barna og verða í vetur í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12 á miðvikudögum.

Krílasálmar

Tónlistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 3ja -24ra mánaða.
Námskeiðið fer fram í kirkjunni á fimmtudögum frá 10:30 til 11:15
Umsjónarmenn eru Inga Harðardóttir guðfræðingur, Örn Arnarson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnnar og Kirstín Erna Blöndal söngkona.
Skráning fer fram í gegnum netfangið ernablondal@simnet.is eða orn@frikirkja.is
Þátttaka er ókeypis

Vinir í bata - Sporin 12 Andlegt ferðalag

Hópur fólks hóf ferðalag í haust - stefnt er að öðru ferðalagi haustið 2014 (sjá viniribata.is)


Stormað um Hafnarfjörð á ÍNN: Rætt um Fríkirkjuna í Hafnarfirði 
- viðtalið hefst þegar um 14:30 mínútur eru liðnar af upptökunni en á undan því er fróðlegt viðtal við Eirík fasteignasala í Ási um fasteignamarkaðinn í Hafnarfirði. Kirkjan í hólf og gólf á netinu

Nú er hægt að skoða kirkjuna á netinu, bókstaflega í hólf og gólf, 360 gráður. Það var Ólafur Haraldsson sem tók myndirnar en hann hefur þróað hugbúnað sem raðar síðan myndunum saman þannig að úr verður sannkallað listaverk. Festið bendilinn með því að halda niðri vinstri takkanum á tölvumúsinni eða strjúkið eftir snertiskjám og þannig má snúa myndinni til hliðar og upp og niður. Á sumum spjaldtölvum er lítið merki neðst hægra megin (hringir og deplar). Með því að ýta á þann hnapp má skoða kirkjuna með því að snúa tölvunni sem þá fylgir hreyfingunum. Myndin og gerð hennar er gjöf frá Ólafi og færum við honum okkar innilegustu þakkir fyrir. En myndin segir meira en þúsund orð. Sjá hér.Fjáröflun
Undanfarin ár höfum við u.þ.b. tvisvar á ári sent valgreiðslu í heimabanka safnaðarfólks þar sem óskað er eftir 1.500 kr. framlagi svo ná megi endum saman í safnaðarstarfinu. Þessi framlög eru okkur ómetanleg og hafa m.a. gert það að verkum að við höfum náð að reka söfnuðinn "á núllinu" þrátt fyrir að við þurfum að greiða sjálf öll laun, þ.m.t. prestanna en þess má geta að auk þess að þjóðkirkjusöfnuðir fá sömu tekjur og raunar meiri en við höfum aðgang að, greiðir ríkissjóður laun presta þeirra. Eins og nærri má geta er launakostnaður langhæsti einstaki rekstrarliðurinn en þess utan höfum við þurft að standa í kostnaðarsömum viðhaldsframkvæmdum í kirkjunni með dyggum stuðningi kvenfélags og bræðrafélags safnaðarins. Nú er kominn valgreiðsluseðill í heimabanka safnaðarfólks og er einlæg von okkar að sem flestir sjái sér fært að greiða hann. Rétt er að vekja um leið athygli á að unnt er að leggja okkur lið með mánaðarlegum framlögum eða eingreiðslu með einföldum hætti gegnum greiðslukortafærslur. Sjá hér.
Með innilegum þökkum f.h. safnaðarstjórnar, Jóhann Guðni Reynisson, form.Bókin okkar!
Viltu eignast bókina um Fríkirkjuna í Hafnarfirði? Hún kostar 4.900 kr. - diskur með söng kórsins og Ernu Blöndal fylgir - og fæst í safnaðarheimilinu, Fjarðarkaupum, Blómabúðinni Burkna, hjá Hár-Ellý og í versluninni á Hrafnistu. Einnig er hægt að fá hana í vefverslun okkar hér á heimasíðunni. Ath. að sendingarkostnaður er innanlands og "sækja í verslun" merkir að varan verði sótt í safnaðarheimilið til okkar að Linnetsstíg 6. Ef þú ert erlendis og vilt fá bókina senda biðjum við þig að senda okkur póst á frikirkja@frikirkja.is eða hafa samband í síma 565 3430. Smelltu hér til að kaupa bókina í vefverslun okkar.