Í sumar hefur Bræðrafélag Fríkirkjunnar með Ólafi Ragnari parketslípara unnið við að pússa upp og lakka gólf á lofti kirkjunnar. Fyrir þremur árum voru gólfin niðri tekin í gegn. Verkinu er lokið og gólfið skínandi fínt eins og sést á myndinni. Síðustu bekkirnir voru skrúfaðir niður í gær og hér sést Matti Ósvald formaður Bræðrafélagsins við þær tilfæringar.
Bræðrafélagið er öllum opið þeim sem vilja leggja kirkjunni lið. Verkefnin eru mest í smáviðjaldi og snurfusi á lóða kirkjunnar og safnaðarheimilisins.
Áhugasamir hafi samband beint við Matta í 694-3828, mattio@vortex.is