Okkur er annt um kirkjuna okkar og Bræðrafélagið bendir reglulega á sitthvað sem þarfnast lagfæringar. Fyrir skemmstu tóku félagsmenn sig til og endurlökkuðu stóran hluta af kirkjugólfinu eftir kúnstarinnar reglum.
Það var geert á milli athafna ef svo má segja. Skrúfa þurfti upp megnið af kirkjubekkjunum og forfæra þá til á milli umferða í lökkunarvinnunni. Allt hafðist þetta áður en börn á öllum aldri mættu í sunnudagskólann inn á glansandi fínt gólfið.
Kirkjan þakkar Bræðrafélaginu og ekki ónýtt að njóta starskrafta sóknarbarna af þessum líka myndarskap.
Hér er myndband á fésbókinni: https://www.facebook.com/frikhafn/?fref=ts