Mikið hefur verið um að vera í Fríkirkjunna þessa aðvenuna. Í 18 heimsóknum barna úr leikskólum og grunnskólum í Hafnarfiði hafa komið allt í allt um 910 börn.
Heisóknirnar byrjuðu þar sem sungið var með Erni jólalög og Sigga prestur sagði frá kirkjunni og jólabarninu. Á eftir var boðið upp á súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu.
Fríkirkjan í Hafnarfirði býr að mörgu ölugu stuðningsfólki sem vill leggja starfinu lið. Snemma morguns flesta daga á aðventunni var hitað súkkulaði og tekið með brosi á vör á móti öllum þessum dásamlegu skólabörnum.
Á myndinni má sjá stóran hóp leikskólans Arnarbergs koma niður kirkjutröppurnar