Sunnudagaskólinn á sínum stað.  Mjög góð þátttaka hefur verið í sunnudagaskólanum þetta haustið.
 
Örn Arnarson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Hafnarfirði býður til kvöldvöku.
Örn stjórnar kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði og er gítarleikari og söngvari.
Á sunnudaginn ætlar hann að leiða okkur inn í heim sálmanna bæði í tali og tónum.
Erni tekst á á sinn einstaka og fallega hátt að segja frá sálmaskáldunum okkar og sálmum þeirra.
Nálgunin er óhefðbundin þar sem leikið er undir á gítar.
Við getum lofað ykkur nýrri upplifun og meiri nærveru við sálmana okkar eftir þessa fallegu kvöldstund.
Allir velkomnir.