Helgihald Fríkirkjunnar í Hafnarfirði um jól og áramót er eftirfarandi:
Aðfangadagur, 24. desember:
Aftansöngur kl. 18. Einar Eyjólfsson messar.
Orgelleikur og kór kirkjunnar. Allt í föstum skorðum.
Jólsöngvar á jólanótt kl. 23:30.
Söngkvartett kemur og syngur. Hann skipa:
Kirstín Erna Blöndal
Auður Guðjohnsen
Örn Arnarson
Hafsteinn Þórólfsson
Jóladagur, 25. desember:
Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 13:00. Sigríður Kristín leiðir stundina
Kór og hljómsveit Fríkirkjunnar, þeir Skarphéðinn Hjartarson, Guðmundur Pálsson og Örn Arnarson.
Að auki fjölmargir gestir:
Krílakórar og barnakór kirkjunnar undir stjórn Kirstínar Ernu Blöndal
Kór og hljómsveit kirkjunnar undir stjórn Arnar Arnarsonar
Flautuleikur: Mæðgurnar Inga Dóra Hrólfsdóttir og Arna Guðlaug Axelsdóttir
Einsöngur: Agnes Björk Rúnarsdóttir, Lára Þorsteinsdóttir og Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir
Einleikur á horn: Agnes Björk Rúnarsdóttir
Gamlársdagur, 31. desember:
Messa á Hrafnistu kl. 16, Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Aftansöngur kl. 18. Einar eða Sigríður Kristín messar.
Orgelleikur og kór kirkjunnar. Mögulega tónlistaratriði og leynigestur.