Krílakórarnir eru tveir þennan veturinn. Annars vegar 1 og 2ja ára krílí og hins vegar 3ja til 4ra ára. Báðir á miðvikudögum, yngri börnin kl. 16:30 og eldri hópurinn kl. 17:00.
Mjög góð þátttaka er og mikill áhugi. Þær Erna Blöndal og Ragga Kolbeins stýra og æfa börnin af sinni alkunnu snilld.
Barnakór fyrir 5-8 ára er síðan starfræktur á mánudögum.
Þessir kórar eru opnir safnaðarfólki í Fríkirkjunni og nóg að mæta á svæðið. Nánari upplýsingar eru á heimsíðunni undir Krílakórar.