Aðalfundur Kvenfélagsins var haldinn þriðjudaginn 5. febrúar s.l.
Fundurinn hófst á erindi frá Matta Oswald um hamingjuna og gildi þess að gefa af sér og taka þátt í félagsstörfum.
Mæting fór fram úr björtustu vonum en á fundinn mættu yfir 40 félagskonur og gestir.
Farið var yfir starf vetrarins sem hefur verið líflegt og alltaf fleiri konur sem mæta á fundina.
Stjónin setti sér markmið í haust um að fjölga félagskonum og finna hugmyndir af nýjum fjáröflunum fyrir nýju safnaðarheimili.
Þetta markmið hefur gengið mjög vel og hafa um 40 nýjar félagskonur bæst í hópinn í vetur ásamt því að 3 nýjar nefndir hafa verið stofnaðar.
Kær kveðja Stjórnin.