Sunnudaginn 10. mars var Kvenfélag Fríkirkjunnar með sinn árlega basar í safnaðarheimilinu.
Á undan var messa í kirkjunni þar sem krílakórarnir sungu. Stemmingin yfirveguð og frjálsleg eins og sjá má á myndinni.
Eftir guðsþjónustuna voru dyrnar að safnaðarheimilinu opnaðar og handagnagur í öskjunni. Kökurnar og kruðeríið kláraðist þvi sem næst allt á korteri.
Tekjur af basarnum koma starfi Fríkirkjunnar á einn eða annan hátt til góða og seint vanþakkað að eiga að öflugar konur að sem leggja kirkjunni lið með þessum hætti.