Það var einkar ánægjulegt að fá Kjartan Jarlsson til starfa aftur eftir veikindi í safnaðarstjór Fríkirkjunnar. Hann hefur verið þar með okkur í mörg ár. Kjartan er fluttur á Sólvang og hafði á orði í gær hva gott væri að vera kominn aftur í Fjörðinn.
Með honum á myndinni er annar reyndur „Fríkirkjuhundur“, Hjalti Jóhannsson.