Kl. 11. Sunnudagaskólinn. Edda og Fríkirkjubandið leika lausum hala. Fræðsla, söngur og leikur.
Kvöldmessa í kirkjunni þinni 1. mars kl. 20.
Frelsi á föstu
Takti tímans er í kristinni hefð skipt upp í tímabil sem hvert hefur sitt táknmál. Fasta er tími undirbúnings og endurmats þar sem við spyrjum: Erum við frjáls? Hvar er líf okkar í fjötrum?
Í kvöldmessu sunnudagsins verður fjallað um frelsi og fjötra og gleðina sem felst í því að lifa samkvæmt eigin samvisku.
Einar Eyjólfsson leiðir stundina, Sigurvin Lárus Jónsson prédikar og Svava Halldórsdóttir flytur stutta hugleiðingu.
Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið leiða safnaðarsöng undir stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra kirkjunnar og Aron Steinn Ásbjarnarson leikur á trompet.