Hér eru mikiælvæg skilaboð frá Ernu Blöndal, sem sungið hefur eins og engill í tómri kirkjunni á netinu:
Kæru vinir, hjartans þakkir fyrir fallegar kveðjur og uppörvun. Við höldum áfram að streyma til ykkar helgistundum og sunnudagaskóla?
Á pálmasunnudag þann 5. apríl verður sunnudagaskóli kl. 10:00 og helgistund kl. 11.00.
Þið takið eftir breyttum tíma á sunnudagaskólanum sem verður kl. 10:00. Að sjálfsögðu getið þið svo horft á stundirnar eftir á.
Við sendum ykkur hjartans kveðjur og hlýjan faðm og vonum að ykkur gangi vel að aðlagast nýjum aðstæðum. Reynum að vera þolinmóð, skilningsrík og góð við hvert annað❤️
Munið! – Fríkirkjan á Facebook!