Kæru foreldrar
Til stóð að fermingarbarnið ykkar færi í fermingarferðalag á Úlfljótsvatn um næstu helgi (25.-27. september).
Í ljósi þeirrar stöðu sem er í þjófélaginu með útbreiddu COVID smitum, þá sjáum við okkur ekki annað fært en að fresta ferðinni fram til helgarinnar 19.-21. febrúar 2021.
Við vitum að ungmennin voru farin að hlakka mikið til og sömu sögu er að segja af okkur í Fríkirkjunni.
Við biðjum ykkur um að koma þessum upplýsingum og kærum kveðjum til ykkar fermingarbarna.
Bestu kveðjur
Prestar og starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.