Við leitum nú á ný til safnaðarins, með stuðning upp á 2.100 kr. Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu. Ef einhverjir hafa ekki fengið greiðslutilkynningu í bankann sinn er númerið: 0544-26-005159 kt. 560169-5159.
Við í Fríkirkjunni myndum söfnuðinn, veljum að tilheyra honum af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna er gríðarmikilvægt að finna þann velvilja safnaðarfólks til að létta undir með þátttöku. Síðasta ár hefur verið mjög óvenjulegt í starfi kirkjunnar, en við höfum leitast við að vera til staðar fyrir söfnuðinn, útfarir verið með öðrum blæ og ungmennin fermd með öðrum hætti o.s.frv. Senn kemur að því að dyr kirkjunnar verið opnaðar upp á gátt!
Stuðningur frá safnaðarfólkinu er að mestu til viðhaldas á kirkjunni. Við höfum metnað til að standa vel það að verki. Dálítill styrkur fékkst frá Húsafriðunarsjóði sem mætir um 1/3 viðhaldskostnaðar í ár.
Verkefnin framundan eru þessi:
1.
Ráðast þarf í endurnýju á gleri í gluggum, en gert er ráð fyrir að endurnýja þurfi tæpar 20 rúður í þessari atrennu.
2.
Í framhhaldi af endurnýjun glers þarf að endurmála glugga að utan og innan.
3.
Endurmála þarf niðurfallsrör og nýmála snjógildrur sem settar voru á kirkjuna.
4.
Komið er að endurmálun hvelfingar í kór kirkjunnar og eins er orðið aðkallandi að mála loft í kirkjuskipi (síðast málað 1998).