Sunnudagskvöldið 27. febrúar, kl. 20 verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Viðfangsefni kvöldsins er andleg heilsa og sérstakur gestur verður Hafnfirðingur ársins 2021, Tryggvi Rafnsson leikari.
Tryggvi hefur háð glímu við þunglyndi allt frá unglingsaldri og erfiðar lífsreynslur hafa fært honum stór verkefni, sem hafa verið bæði honum og hans nánustu erfið. Hann hefur deilt þessari reynslu opinskátt og saga hans á erindi til okkar allra.
Margrét Lilja Vilmundardóttir mun leiða stundina. Fríkirkjukórinn og Fríkirkjubandið flytja tónlist undir stjórn Arnar Arnarsonar.