Sunnudaginn 20. mars verður hátíð með fermingarbörnum og fjölskyldum fermingarbarna.
Jón Jónsson tónlistarmaður og fyrrverandi fermingardrengur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður með okkur og syngur og spjallar um lífið og tilveruna.
Hópar A og B mæta kl.16. Hraunvallaskóli, Skarðshlíðarskóli, Öldutúnsskóli, Setbergsskóli og NÚ.
Hópar C og D mæta kl.17.30. Lækjarskóli, Víðistaðaskóli, Áslandsskóli, Hvaleyrarskóli og skólar utan Hafnarfjarðar
Þriðjudaginn 29. mars fer fram mátun fermingarkyrtla í safnaðarheimilinu og biðjum við ykkur að mæta sem hér segir:
Þau sem fermast laugardaginn 2. apríl mæta kl.17:00
Þau sem fermast Pálmasunnudag 10. apríl mæta kl.17:20
Þau sem fermast Skírdag 14. apríl mæta 17:30.
Þau sem fermast Sumardaginn fyrsta kl.10 og 11 mæta kl.17:45
Þau sem fermast Sumardaginn fyrsta kl.13 og 14 mæta kl.18:00
Þau sem fermast sunnudaginn 8. maí mæta kl.18:30
Þau sem fermast á Sjómannadaginn 12. júní mæta kl.18:45
Það er gott að foreldrar mæti með börnum sínum í mátunina og fái þar dagskrá varðandi æfingar fyrir fermingarnar sjálfar svo allt verði nú á hreinu.
Athugið að söfnuðurinn innheimtir fermingarfræðslugjald sem kemur inn á heimabanka aðstandenda.
Hlýjar kveðjur frá okkur öllum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði