Kæru vinir!

Við finnum fyrir hlýjum straumum og fáum fallegt viðmót hvar sem við komum.

Það er metnaðarfullur hópur sjálfboðaliða og starfsmanna sem starfa í Fríkirkjunni. Hópurinn gerir sér grein fyrir því að tímarnir breytast og manneskjan með. Kirkjan þarf því að vera í stöðugu samtali við söfnuðinn sinn og finna nýjar leiðir gerist þess þörf. Við erum talsmenn þess að börn og fullorðnir fái að kynnast sögu Jesú og séu læs á birtingarmyndir og tákn kristinnar. Mikilvægasti boðskapur kirstinnar trúar er kærleikur og friður. Við erum kirkja friðar og kærleika.

Framundan eru krefjandi en spennandi tímar þegar við förum í uppbyggingu á safnaðarheimilinu. Þörf er á miklu viðhaldi og endurbótum og afar brýnt að bæta aðgengi. Draumurinn er svo að stækka safnaðarheimilið til að mæta auknu starfi hjá stækkandi söfnuði. Þetta eru aðkallandi verkefni en við erum söfnuður í sókn, við erum bjartsýn og glöð.

Meðfylgjandi eru reikningsupplýsingar og kennitala safnaðarins.

Söfnunarreikningur:

Banki: 0545-26-005159

Kennitala: 560169-5159