Friðbjög Proppé, sem altaf er kölluð Bibba, átti afmæli sl. sunnudag 6. febrúar. Bibba er að öðrum ólöstuðum ötulasti kirkjugestur Fríkirkjunnar og hefur sótt Sunnudagskólann í áratugi. Og nú þegar Bibba átti 67 ára afmæli var að sjálfsögðu sunginn afmælissöngurinn henni til heiðurs. Á eftir spilaði hún á hljómborðið sitt með Fríkirkjubandinu og tóku kirkjugestir vel undir.
Sannkallaður gleðidagur og ekki spillti fyrir að í Sunnudagaskólanum voru líka færðir til skírnar tvíburarnir Kristinn Jarl og Alexander Freyr.