Til þessa hefur verið stólaburður úr safnaðarheimilinu í kirkjunna, t.d. á jólum og kynningu á fermingarstarfi og jafnvel útförum. Oft er þetta heljarinnar umstang og mikið puð, en Bræðrafélagið ákvað að þessum þætti kirkjustarfsins skuli hér með lokið. Keyptir voru og afhentir á milli 30 og 40 léttir klappstólar sem geymdir verða undir súð og í öðrum afkimum kirkjunnar.
Bræðrafélaginu er hér með þökkuð þessi hugulsama gjöf sem auðveldar mjög að koma kirkjugestum fyrir þegar allt fyllist.