Eins og ævinlega var jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar, 3. des., mjög vel heppnaður.
Hann er ævinlega 1. sunnudag í aðventu, en veður og ófærð hefur stundum sett strik í reikninginn. En ekki í gær, í besta veðri í sal Hafnarfjarðarkirkju eftir áralanga hefð í Skútunni. Henni hefur nú verið lokað og kallaði á breytingar.
120 komur á öllum aldri mættu og skemmtu sér. Hápunkturinn er jólahappdrættið og vinningar frá velunnurum þöktu langborðið sem sést á myndinni. Allar vinningarnir gengu þó út að lokum !
Fjáröflun Kvenfélagsins rennur með einum eða öðrum hætti til styrkingar á barnstarfi Fríkirkjunnar. Öllum þessum frábæru konum er margfaldlega þakkaður velvilji sem þær sýna kirkjunni enn eitt árið.
Fleiri myndir á fésbók Fríkirkjunnar hér:
https://www.facebook.com/frikhafn/?hc_ref=ARRWHoFCEtGvGECvXRoJoLYTk1a4KeR8WVAHsj-983VMFW9e_QCsuDfgM941j-GMlHg