Útvarpað var messu frá Fríkirkjunni í dag, sunnudaginn 24.mars.

Hún var reyndar tekin upp í vikunni og engir raunverulegir kirkjugestir. Það var að okkar ósk þar sem við viljum reyna eins og kostur er að halda sunnudagaskólanum á sínum tíma kl. 11, helst alla sunnudaga.

Loftslagsmál koma við sögu í samtalspredikun prestanna, en líka Eurovisonlagið og boðskapur þess sem kosið var til flutnings í Ísrael í næsta mánuði.

Sálmarnir eru úr „nýju bókinni“ eins og við segjum og tveir eftir Stuðmennina, þá Egil Ólafsson og Valgeir Guðjónsson

Hér er tengill á upptökuna:
http://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228?ep=7hi3bb&fbclid=IwAR0sLKFgaPN4er7cQfe5CEvYXx6CAfE5yaVvlQdxlv4_W7WrEZIchC57Ufw