Í þessari viku eru tveir tónleikar af ólíkum meiði í Fríkirkjunni.
Á sunnudag kom fjölskylda frá Tennessee og spilaði á kvöldvöku. Daginn eftir mættu þau aftur og með litla, óformlega tónleika í kirkjunni okkar.
Raddaði söngurinn þeirra er í heimsklassa og fólk dreif að til að hlusta á hugljúfa tóna og einlægan flutning.
Síðan er það Bubbi Mortens 24. október. Á hverju hausti mætir Bubbi og hann hefur tekið ástfóstri við hljóminn og ekki síður nándina við áheyrendur. Bubbi nýtur þess að prufukeyra nýtt efni á þessum tónleikum sínum sem fylla oftast kirkjuna.