Annar prestur Fríkirkjunnar, hún Sigríður Krístín Helgadóttir verður frá um tíma vegna veikinda.
Í skarðið á meðan hleypur Sigurvin L. Jónsson og bjóðum við hann velkominn til starfa.
Sigurvin Lárus Jónsson er Reykvíkingur að upplagi en móðurfjölskylda hans er úr Hafnarfirði. Sigurvin lauk guðfræðiprófi 2006 og hefur þjónað sem æskulýðsprestur og prestur við Neskirkju og Laugarneskirkju.
Undanfarin ár hefur Sigurvin verið við nám í Danmörku og Bandaríkjunum og hann varði síðastliðið sumar doktorsritgerð á sviði nýjatestamentisfræða við Árósarháskóla. Samhliða þjónustu við Fríkirkjuna í Hafnarfirði sinnir hann stundakennslu við guðfræðideild Háskóla Íslands. Kona Sigurvins er Rakel Brynjólfsdóttir og hann á þrjá drengi á aldrinum 4-17 ára.