Barnakórastarf í safnaðarheimilinu og kirkjunni verður með eðlilegum hætti, enda ekki frábrugðið almennu skóla- eða leikskólastarfi, en gætt almennrar varúðar í takt við almennar leiðbeiningar um samskipti.  Eins er með sunnudagaskólann, hann verður á sínum stað nk. sunnudag kl. 11.

Frestað er lokasamveru fermingarbarna með Jóni Jónssyni sem er á dagská nk. sunnudag 15. mars, þar sem búast mátti við miklu fjölmenni og þrengslum. Kvöldvakan með Jóni verður haldin við betra tækifæri í vor.

Fermingar og fermingadagar eru óbreyttir

Það er til skoðunar að  Fríkirkjan bjóði upp á fermingadag seinnipartinn í sumar, 23. ágúst, fyrir þá sem það kjósa. Best er að hafa beint samband við prestana (einar@frikirkja.is).