Útsending Fríkirkjunnar á helgistund og sunnudagaskóla um liðna helgi féllu í góðan jarðveg og þúsundir hafa horft á myndböndin. Þökkum þeim sem gerðu þetta gerlegt. Smá misræmi var í styrk hljóðs í beinu útsendingunni og Halldór Árni Sveinsson sem sá um upptökuna og tæknimálin hefur endurhljóðblandað. Bæði innslögin má enn sjá á fésbókarsíðu Fríkirkjunnar.
Við ætlum að gera meira að þessu á næstu vikum. Senda út stundir um komandi helgi, taka upp barnaefni í kirkjunni, söng ofl. Þá eru að óbreyttu plön um helgistundir um páska.
Við föngum góð viðbröðg og þau hvetja okkur til dáða á þessum einstöku tímum sem móta gjörvalt samfélagið. Netstundirnar á meðan kirkjan er lokið kostar söfnuðinn einhver aukaútgjöld. Ef fólk í söfnuðinum vill styrkja kirkjunna sérstaklega vegna þessarar þjónustu, má leggja frjáls framlög inn á þennan reikning:
Banki 0544, höfuðbók 26, reikingur 30003, kennitala: 560169-5159.