Annar presta Fríkirkjunnar, Sigríður Kristín Helgadóttir hefur frá því upp úr áramótum verið veikindaleyfi.
Hún hefur nú sjálf óskað eftir því að láta af störfum fyrir kirkjuna eftir farsælt og gott starf í tvo áratugi. Við erum þakklát fyrir störf hennar fyrir Fríkirkjuna í Hafnarfirði og söfnuðinn.
Jafnframt óskum við henni velfarnaðar í þeim störfum sem hún á eftir að taka sér fyrir hendur.