Nú hafa samkomutakmarkanir verið framlengdar amk fram til 3. nóvember nk., og eins og staðan er í dag er ómögulegt að segja til um hvenær við getum hafið hefðbundið safnaðarstarf aftur. Á þessum skrítnu tímum, nýtum við tæknina til þess að færa ykkur bæði gleði og hlýju í formi streymis á netinu. Þriðjudaginn 20. október kl. 18, verður streymt guðsþjónustu sem er einkum fyrir verðandi fermingarbörn og foreldra þeirra en á fullt erindi til okkar allra.
Stefnt er að streymi sunnudagsguðsþjónustu á næstunni og verður hún auglýst sérstaklega.
Þess á milli munum við halda áfram að setja inn styttri innslög, fyrir jafnt unga sem aldna á facebook síðu Fríkirkjunnar.
Við vonum að þið munuð hafa gaman af og þiggjum gjarnan að heyra frá ykkur, ef þið hafið skemmtilegar hugmyndir um hvernig við getum komið til móts við ykkur í söfnuðinum.
Kærleikskveðja prestar og starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.