Við leitum nú á ný til safnaðarins, með stuðning upp á 2.100 kr. Þessar greiðslur í heimabanka eru valfrjálsar með öllu.
Við í Fríkirkjunni myndum söfnuðinn, veljum að tilheyra honum af fúsum og frjálsum vilja. Þess vegna er gríðarmikilvægt að finna þann velvilja safnaðarfólks
til að létta undir með þátttöku. Fríkirkjan er líka svo lánsöm að hafa fjölda sjálfboðaliða m.a. í Kvenfélagi kirkjunnar og Bræðrafélaginu. Án þeirra væri erfiðara á ná endum saman rekstri Fríkirkjunnar.
Framlög sóknarbarna hefur að mestu farið til viðhalds á kirkjunni. Viðhaldið
á 107 ára gamalli kirkjunni er eilífðarverkefni og safnaðarstjórnin leggur
metnað sinni í að sinna því jafnóðum. Næsta stóra verkefni er að skipta um glugga ánorðurhlið. Þar er komin móða á milli glerja.
Fríkirkjan í Hafnarfirði nýtur þeirrar sérstöðu að vera alfarið í eigu safnaðarins. Starfið er farsælt og margir leita til kirkjunnar í gleði og sorg eins og þar
stendur. Sóknargjöld eru innheimt eru með tekjuskatti hvers og eins
eru helsti tekjustofn Fríkirkjunnar og þau hafa rýrnað mjög á síðustu árum.
Fríkirkjan skuldar lítið og fjárhagsstjórn er traust. Rekstrinum er sniðinn stakkur eftir vexti, en þetta ár hefur verið okkur þungt í skauti af ýmsum ástæðum, en við höfum líka á þessum COVID tímum viljað vera til staðar fyrir söfnuðinn m.a. með streymi helgistunda, barnaefnis og fermingarfræðslu úr kirkjunni á meðan hún hefur verið mikið til lokuð frá í vor. Seinkuðum fermingum snemma í haust tókst þó að ljúka á kærleiksríkan hátt. Það var mjög ánægjulegt.
Einar Sveinbjörnsson, form. Safnaðarstjórnar.