Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði var haldinn 17. maí sl. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem farið var yfir starfsemi safnaðarins frá síðasta aðalfundi og ný safnaðarstjórn var kjörin. Úr stjórn gengu þau Einar Sveinbjörnsson, formaður, Reynir Kristjánsson varaformaður, Unnur Jónsdóttir ritari og Kjartan Jarlsson. Öll hafa þau starfað um langt árabil í stjórn Fríkirkjusafnaðarins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir frábært starf.
Nýr formaður safnaðarstjórnar er Vigdís Jónsdóttir, sem margir í söfnuðinum þekkja úr tónlistarstarfi kirkjunnar, þar sem hún hefur bæði sungið með kirkjukórnum og einnig hefur hún við mörg tækifæri spilað á harmonikku af mikilli list. Aðrir í stjórn eru: Elísabet Siemsen, Birna Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Harðarson, Hjalti Jóhannson, Sigrún Sverrisdóttir og Sigurgeir Tryggvason. Varamenn voru kjörin þau Kolbrún Benediktsdóttir, Fróði Kristinsson og Árni Stefán Guðjónsson. Að auki eiga sæti í varastjórn þau Lilja Dögg Gylfadóttir, formaður kvenfélags Fríkirkjunnar og Andrés Andrésson formaður bræðrafélags Fríkirkjunnar. Einnig á kirkjukórinn fulltrúa í varastjórn.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði býður þau öll velkomin til starfa.