Sunnudaginn 20. nóvember kl. 20 verður kvöldmessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Nýja sálmabókin verður formlega tekin í notkun, en bækurnar eru gjöf frá velunnurum kirkjunnar.
Sr. Einar og sr. Margrét Lilja leiða stundina. Um tónlistina sér Örn Arnarson, tónlistarstjóri, ásamt hljómsveit og kór kirkjunnar.
Við fáum til okkar góðan gest, Stásu, baráttukonu fyrir málefnum fatlaðra og söngkonu, en hún mun taka fyrir okkur lagið.
Yndisstund í skammdeginu og næring fyrir komandi viku!
Verið öll hjartanlega velkomin!