Tónlistarstjóri Fríkirkjunnar

Örn Arnarson hefur verið tónlistarstjóri  Fríkirkjunnar í Hafnarfirði frá árinu 2003 en komið að tónlistarmálum kirkjunnar allt frá ársbyrjun 1985, þá aðeins 18 ára gamall.

Hann bæði spilar með og stýrir Fríkirkjubandinu sem spilar undir í öllum helstu athöfnum kirkjunnar, sem og stýrir Fríkirkjukórnum. Hann hefur líka tekið mikinn þátt í tónlistaruppeldi yngsta safnaðarfólksins með þáttöku í barnastarfi Fríkirkjunnar.

Til að fá nánari upplýsingar um tónlistarstarf Fríkirkjunnar í Hafnarfirði sendið Tpóst á orn@frikirkja.is eða hafið samband í síma 861 9234.

Fríkirkjukórinn

Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði hefur eflst mjög á síðustu árum og eru nú í kórnum á fjórða tug félaga.

Samhliða því að syngja við guðsþjónustur og á öðrum viðburðum á vegum Fríkirkjunnar leggja kórfélagar mikið upp úr góðum félagsskap og er jafnan glatt á hjalla á kóræfingum. Kirkjukórinn æfir í safnaðarheimilinu á miðvikudögum kl.18:30 og eru þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfi kórsins beðnir að hafa samband við stjórnanda kórsins, Örn Arnarson í síma 861 9234 eða á Tpósti orn@frikirkja.is

Fríkirkjubandið

Fríkirkjubandið er skipað þeim Erni Arnarsyni, Guðmundi Pálssyni og Skarphéðni Þór Hjartarsyni. Þeir slá alltaf á létta strengi og eru líka duglegir að fá fjölbreyttan hóp hljóðfæraleikara til að spila með sér við hinar ýmsu athafnir í kirkjunni.

Sönghópurinn Einar – sönghópur kvenna

Sönghópur kvenna æfir í safnaðarheimili Fríkirkjunnar í Hafnarfirði á fimmtudögum kl. 18:30 – 20:15.

Metnaðurinn: Raddaður söngur, raddþjálfun og að hafa gaman.

Stjórnendur sönghópsins eru þær Auður Gudjohnsen og Kirstín Erna Blöndal. Allar nánari upplýsingar um dívurnar er að finna á nýrri facebooksíðu hópsins.

Hlökkum til að sjá ykkur og endilega drífið nú vinkonur með og látið drauminn rætast. Söngur, hlátur, gúrme og gleði!

Nánari upplýsingar: erna@frikirkja.is

Barnastarf

Í Fríkirkjunni í Hafnarfirði erum við með öflugt tónlistartengt barna- og unglingastarf.