Upplýsingar um ferðalög árið 2025 fyrir börn sem fermast árið 2026 – Upplýsingar birtast síðar!
Áætluð eru sólarhrings ferðalög fyrir hvern hóp þar sem við ætlum að hrissta saman hópana og fá að kynnast vel fyrir komandi fermingarvetur. Ferðalagið er skemmtiferð þar sem við ætlum að fara í allskonar leiki, vatnasafarí og almennt fjör.
Helgin
- Hópur A:
- Hópur B:
Helgin
- Hópur C:
- Hópur D:
-
Nánari upplýsingar um ferðalögin og staðfestingarskráningu verða sendar í sér pósti þegar nær dregur haustinu. Staðfestingarskráning í fermingarferðalögin er nauðsynleg en hana verður einnig hægt að nálgast á facebook-síðunni Fermingar 2026 þegar nær dregur hausti.
Auk þess að mæta í fræðslu gerum við ráð fyrir að börnin mæti í 10 skipti í kirkjuna, á kvöldvökur eða í messur, til að kynnast því starfi sem fram fer. Mikilvægt er að foreldrar mæti með sínum börnum á stundirnar – enda miklar gæðastundir ❤️ sem enginn vill missa af. Hlutlaust mat 🙃
Fríkirkjan í Hafnarfirði er frjálslynt, opið og nútímalegt kirkjusamfélag í stöðugum vexti. Við minnum foreldra á að skrá barn sitt í söfnuðinn um leið og þau skrá þau í fermingarstarfið. https://www.skra.is/folk/tru-og-lifsskodun/
Ef eitthvað er óljóst þá endilega sendið fyrirspurnir á netföngin milla@frikirkja.is, Inga@frikirkja.is, einar@frikirkja.is, inga@frikirkja.is eða erna@frikirkja.is
Einnig viljum við hvetja ykkur til að biðja um aðgang að facebook-síðu fermingarhópsins 2026 en þar koma fram allar nýjustu upplýsingar er varða fermingarstarfið í vetur. – Fermingarhópur 2026
https://www.facebook.com/groups/1261172084986158
Við hlökkum til að vera ykkur samferða í vetur.
Einar, Margrét Lilja, Inga og Erna
Fyrirkomulag fræðslunnar 2025-2026
Fyrirkomulag fræðslunnar í vetur verður með þeim hætti að hver hópur mætir annan hvern þriðjudag.
- Hópur A – Öldutúnsskóli og Hvaleyrarskóli
- Hópur B – Áslandsskóli og Skarðshlíðarskóli
- Hópur C – Víðistaðaskóli og Lækjarskóli
- Hópur D – Setbergsskóli, Hraunvallaskóli, Nú og skólar utan Hafnarfjarðar
September
- 9. september Hópur A kl. 16:30 – hópur B kl. 17:30
- 16. september Hópur C kl. 16:30 – hópur D kl. 17:30
- 23. september Hópur A kl. 16:30 – hópur B kl. 17:30
- 30. september Hópur C kl. 16:30 – hópur D kl. 17:30
Október
- 7. október: Hópur A kl. 16:30 – hópur B kl. 17:30
- 14. október: Hópur C kl. 16:30 – hópur D kl. 17:30
- 21. október: VETRARFRÍ
- 28. október: VETRARFRÍ
Nóvember
- 4. nóvember: Sorgar- og áfallafræðsla með foreldrum. Allir hópar. Tímasetning auglýst síðar.
- 11. nóvemver: Hópur A kl. 16:30 – hópur B kl. 17:30
- 18. nóvember: Hópur C kl. 16:30 – hópur D kl. 17:30
- 30. nóvember (sunnudag): Samverustund á aðventu með fermingarbarni og fjölskyldu. Allir hópar. Tímasetning auglýst síðar.
Desember
- JÓLAFRÍ
Janúar
- 13. janúar: Hópur A kl. 16:30 – hópur B – kl. 17:30
- 20. janúar: Hópur C kl. 16:30 – hópur D kl. 17:30
- 27. janúar: Allir hópar – gestafyrirlestur. Nánar auglýst síðar
Febrúar
- 3. febrúar: Hópur A kl. 16:30 – hópur B kl. 17:30
- 10. febrúar: Hópur C kl. 16:30 – hópur D kl. 17:30
- 17. febrúar: Hópur A kl. 16:30 – hópur B kl. 17:30
- 24. febrúar: Hópur C kl. 16:30 – hópur D kl. 17:30
Mars
- 3. mars: Hópur A kl. 16:30 – hópur B kl. 17:30
- 10. mars: Hópur C kl. 16:30 – hópur D kl. 17.30
- 15. mars: (sunnudagur): Lokasamvera með fermingarbörnum. Tímasetning auglýst síðar.
- 17. mars: Mátun fermingarkyrtla – allir hópar. Tímasetning auglýst síðar.
Æfingar fyrir fermingarnar verða auglýstar síðar.