Fréttir

Fréttir2021-10-10T17:43:25+00:00

Aftansöngur á gamlársdag

Góðu vinir,   verið hjartanlega velkomin í aftansöng á gamlársdag kl. 18 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir leiðir stundina. Kór Fríkirkjunnar syngur fallega tóna undir dyggri stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson.

30. desember 2022|

Jólin okkar

Bráðum koma blessuð jólin og við erum svo sannarlega farin að hlakka til. Helgihald yfir jólin verður með hefðbundnu sniði eins og hér segir:   Aðfangadagur jóla 24. desember: Aftansöngur á aðfangadag kl. 18 Jólasöngvar á jólanótt kl. 23:30   Jóladagur 25. desember:  Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14   Gamlársdagur 31. ...

21. desember 2022|

Kyrrðarstund með altarisgöngu

Fimmtudaginn 1. desember kl. 20 verður kyrrðarstund með altarisgöngu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Örn Arnarson leikur ljúfa gítartóna og sr. Margrét Lilja leiðir stundina.   Öll hjartanlega velkomin.

30. nóvember 2022|

Samkennd og samlíðan – kvöldmessa kl. 20

Sunnudaginn 20. nóvember kl. 20 verður kvöldmessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.   Nýja sálmabókin verður formlega tekin í notkun, en bækurnar eru gjöf frá velunnurum kirkjunnar.   Sr. Einar og sr. Margrét Lilja leiða stundina. Um tónlistina sér Örn Arnarson, tónlistarstjóri, ásamt hljómsveit og kór kirkjunnar.   Við fáum til ...

20. nóvember 2022|

Sorgin og lífið

Sunnudaginn 6. nóvember kl. 20 verður samverustund í kirkjunni þar sem fjallað verður um sorgina og lífið. Við tendrum ljós í minningu látinna ástvina okkar og hlustum á ljúfa tóna og hlý orð. Kirstín Erna Blöndal leiðir stundina ásamt sr. Einari Eyjólfssyni og sr. Margréti Lilju Vilmundardóttir. Erna leggur nú ...

6. nóvember 2022|

Frjáls framlög til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

Fríkirkjan leitar nú til safnaðarfólks um frjáls framlög til safnaðarstarfsins. Að þessu sinni er frjálsa framlagið 2300 kr. og birtist sem valgreiðsla í heimabanka.   Sérstaða Fríkirkjunnar í Hafnarfirði liggur m.a. í fjárhagslegu sjálfstæði hennar. Sóknargjöldin, sem eru skattur sem allir landsmenn greiða, þurfa að standa undir öllum kostnaði við ...

26. september 2022|

Samverustund fermingarbarna og foreldra

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 17 munum við hefja fermingarfræðslu vetrarins með samverustund fermingarbarna og foreldra í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.   Þar munum við eiga góða stund saman með dassi af stuði og hæfilegu magni af praktískum upplýsingum fyrir veturinn. Prestarnir okkar Margrét Lilja Vilmundardóttir og Einar Eyjólfsson munu leiða stundina ...

17. ágúst 2022|

Fermingarhópur 2023

Hjartans þakkir öll fyrir komuna á samverustund fermingarbarna og foreldra ársins 2023. Hér er hlekkur á fermingarhópssíðuna á facebook: https://www.facebook.com/groups/716040869533115/member-requests Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn til að "adda" sér inn í hópinn en þarna verða allar upplýsingar er viðkoma starfinu í vetur. Við hlökkum mikið til komandi vetrar með ...

22. maí 2022|

Nýkjörin safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði var haldinn 17. maí sl. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem farið var yfir starfsemi safnaðarins frá síðasta aðalfundi og ný safnaðarstjórn var kjörin. Úr stjórn gengu þau Einar Sveinbjörnsson, formaður, Reynir Kristjánsson varaformaður, Unnur Jónsdóttir ritari og Kjartan Jarlsson. Öll hafa þau starfað ...

18. maí 2022|

Fermingarhátíð og mátun fermingarkyrtla

Sunnudaginn 20. mars verður hátíð með fermingarbörnum og fjölskyldum fermingarbarna. Jón Jónsson tónlistarmaður og fyrrverandi fermingardrengur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður með okkur og syngur og spjallar um lífið og tilveruna. Hópar A og B mæta kl.16. Hraunvallaskóli, Skarðshlíðarskóli, Öldutúnsskóli, Setbergsskóli og  NÚ. Hópar C og D mæta kl.17.30. Lækjarskóli, Víðistaðaskóli, Áslandsskóli, Hvaleyrarskóli og skólar ...

16. mars 2022|
Go to Top