Sálmar og gítar sunnudaginn 5. mars kl. 17
Örn Arnarson, tónlistarstjóri Fríkirkjunnar í Hafnarfirði býður til sálmaveislu sunnudaginn 5. mars kl. 17:00. Hann mun leiða okkur inn í heim sálmanna bæði í tali og tónum og mun á sinn einstaka og fallega hátt segja frá sálmaskáldunum okkar og sálmum þeirra. Við getum lofað ykkur nýrri upplifun og meiri ...
Sunnudagaskóli og útvarpsmessa 15. janúar
Góðu vinir, nú er starfið okkar komið aftur af stað eftir jólin og fjör og gleði framundan. Næstu helgi verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl. 11, þar sem Erna og Milla taka á móti skemmtilegum sunnudagaskólavinum og Fríkirkjubandið heldur uppi stuðinu. Við bregðum líka aðeins út af vananum, en í ...
Helgihald hefst sunnudaginn 15. janúar
Góðu vinir, eftir yndislegar samverustundir um jól og áramót drögum við nú djúpt andann áður en fjörið hefst að nýju með fjölbreyttu helgihaldi sunnudaginn 15. janúar 2023. Sunnudaginn 8. janúar er því messufrí í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Við hlökkum til að sjá ykkur næstu helgi og eiga með ykkur öllum ...
Aftansöngur á gamlársdag
Góðu vinir, verið hjartanlega velkomin í aftansöng á gamlársdag kl. 18 í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir leiðir stundina. Kór Fríkirkjunnar syngur fallega tóna undir dyggri stjórn Arnar Arnarsonar tónlistarstjóra. Organisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson.
Jólin okkar
Bráðum koma blessuð jólin og við erum svo sannarlega farin að hlakka til. Helgihald yfir jólin verður með hefðbundnu sniði eins og hér segir: Aðfangadagur jóla 24. desember: Aftansöngur á aðfangadag kl. 18 Jólasöngvar á jólanótt kl. 23:30 Jóladagur 25. desember: Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 14 Gamlársdagur 31. ...
Kyrrðarstund með altarisgöngu
Fimmtudaginn 1. desember kl. 20 verður kyrrðarstund með altarisgöngu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Örn Arnarson leikur ljúfa gítartóna og sr. Margrét Lilja leiðir stundina. Öll hjartanlega velkomin.
Samkennd og samlíðan – kvöldmessa kl. 20
Sunnudaginn 20. nóvember kl. 20 verður kvöldmessa í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Nýja sálmabókin verður formlega tekin í notkun, en bækurnar eru gjöf frá velunnurum kirkjunnar. Sr. Einar og sr. Margrét Lilja leiða stundina. Um tónlistina sér Örn Arnarson, tónlistarstjóri, ásamt hljómsveit og kór kirkjunnar. Við fáum til ...
Sorgin og lífið
Sunnudaginn 6. nóvember kl. 20 verður samverustund í kirkjunni þar sem fjallað verður um sorgina og lífið. Við tendrum ljós í minningu látinna ástvina okkar og hlustum á ljúfa tóna og hlý orð. Kirstín Erna Blöndal leiðir stundina ásamt sr. Einari Eyjólfssyni og sr. Margréti Lilju Vilmundardóttir. Erna leggur nú ...
Frjáls framlög til Fríkirkjunnar í Hafnarfirði
Fríkirkjan leitar nú til safnaðarfólks um frjáls framlög til safnaðarstarfsins. Að þessu sinni er frjálsa framlagið 2300 kr. og birtist sem valgreiðsla í heimabanka. Sérstaða Fríkirkjunnar í Hafnarfirði liggur m.a. í fjárhagslegu sjálfstæði hennar. Sóknargjöldin, sem eru skattur sem allir landsmenn greiða, þurfa að standa undir öllum kostnaði við ...
Samverustund fermingarbarna og foreldra
Sunnudaginn 21. ágúst kl. 17 munum við hefja fermingarfræðslu vetrarins með samverustund fermingarbarna og foreldra í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Þar munum við eiga góða stund saman með dassi af stuði og hæfilegu magni af praktískum upplýsingum fyrir veturinn. Prestarnir okkar Margrét Lilja Vilmundardóttir og Einar Eyjólfsson munu leiða stundina ...