Fréttir

Fréttir2021-10-10T17:43:25+00:00

Fermingarhópur 2023

Hjartans þakkir öll fyrir komuna á samverustund fermingarbarna og foreldra ársins 2023. Hér er hlekkur á fermingarhópssíðuna á facebook: https://www.facebook.com/groups/716040869533115/member-requests Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn til að "adda" sér inn í hópinn en þarna verða allar upplýsingar er viðkoma starfinu í vetur. Við hlökkum mikið til komandi vetrar með ...

22. maí 2022|

Nýkjörin safnaðarstjórn Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

Aðalfundur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði var haldinn 17. maí sl. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, þar sem farið var yfir starfsemi safnaðarins frá síðasta aðalfundi og ný safnaðarstjórn var kjörin. Úr stjórn gengu þau Einar Sveinbjörnsson, formaður, Reynir Kristjánsson varaformaður, Unnur Jónsdóttir ritari og Kjartan Jarlsson. Öll hafa þau starfað ...

18. maí 2022|

Fermingarhátíð og mátun fermingarkyrtla

Sunnudaginn 20. mars verður hátíð með fermingarbörnum og fjölskyldum fermingarbarna. Jón Jónsson tónlistarmaður og fyrrverandi fermingardrengur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði verður með okkur og syngur og spjallar um lífið og tilveruna. Hópar A og B mæta kl.16. Hraunvallaskóli, Skarðshlíðarskóli, Öldutúnsskóli, Setbergsskóli og  NÚ. Hópar C og D mæta kl.17.30. Lækjarskóli, Víðistaðaskóli, Áslandsskóli, Hvaleyrarskóli og skólar ...

16. mars 2022|

Fjölskyldumessa og basar kvenfélagsins

Sunnudaginn 13. mars verður mikil hátíð í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en fjölskyldumessa verður haldin kl. 14 og basar kvenfélagsins í beinu framhaldi. Börn úr barna - og ungmennastarfi kirkjunnar koma í heimsókn í fjölskyldumessuna og flytja tónlist ásamt Fríkirkjubandinu. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir leiðir stundina. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði heldur ...

9. mars 2022|

Fjársöfnun til viðhalds kirkjunnar

Fríkirkjan leitar á ný til safnaðarfólks um frjáls framlög til safnaðarstarfsins. Að þessu sinni er frjálsa framlagið 2.300 kr. og birtist sem valgreiðsla í heimabanka.  Sérstaða Fríkirkjunnar liggur m.a. í fjárhagslegu sjálfstæði hennar. Sóknargjöldin, sem eru skattur lagður á alla landsmenn, þurfa að standa undir öllum kostnaði við safnaðarstarfið. Engum ...

28. febrúar 2022|

Hafnfirðingur ársins, Tryggvi Rafnsson, verður gestur á kvöldvöku

Sunnudagskvöldið 27. febrúar, kl. 20 verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Viðfangsefni kvöldsins er andleg heilsa og sérstakur gestur verður Hafnfirðingur ársins 2021, Tryggvi Rafnsson leikari. Tryggvi hefur háð glímu við þunglyndi allt frá unglingsaldri og erfiðar lífsreynslur hafa fært honum stór verkefni, sem hafa verið bæði honum og hans ...

24. febrúar 2022|

Sunnudagaskólafjör 20. febrúar kl. 11

Það eru vetrarfrísdagar þessa dagana en það verður EKKERT gefið eftir í Sunnudagaskólafjörinu á sunnudaginn kl. 11:00. Edda, Einar og Fríkirkjubandið hlakka mikið til að eiga skemmtilega stund með ykkur.

16. febrúar 2022|

Sunnudagurinn 6. febrúar Sunnudagaskóli og kvöldvaka

Við fögnum því frelsi að geta komið til kirkju og glaðst saman. Sunnudaginn 6. febrúar verður Sunnudagaskóli kl. 11:00. Um kvöldið, kl. 20:00 verður kvöldvaka, þar sem kór og hljómsveit kirkjunnar fá að koma fram eftir langt hlé. Við notum að sjálfsögðu grímur og gætum vel að sóttvörnum.

3. febrúar 2022|

Skráning fyrir fermingar árið 2023

Góðu vinir, við höfum nú opnað fyrir skráningar í fermingarfræðslu fermingarungmenna ársins 2023. Skráning fer fram hér eða undir dálknum  fermingarstarf á forsíðu heimasíðu kirkjunnar. Fermingardagar ársins 2023: 1. apríl 2023 - laugardagur 2. apríl 2023 - pálmasunnudagur 6. apríl 2023 - skírdagur 20. apríl 2023 - sumardagurinn fyrsti 6. ...

21. janúar 2022|

Starfsemi Fríkirkjunnar tekur mið af sóttvarnar takmörkunum

Góðu vinir, Næstu vikur verður óhefðbundið starf í kirkjunni okkar á meðan núverandi takmarkanir eru í gildi. Því miður verður ekki hægt að bjóða upp á messur, helgihald og annað safnaðarstarf í kirkjunni en við munum vera skapandi og streymandi á facebooksíðu kirkjunnar. Við hvetjum ykkur öll til að kíkja ...

15. janúar 2022|
Go to Top