Hraðpróf í safnaðarheimilinu á laugardag milli kl. 14:30 og 15:30
Um helgina 11. – 12. Desember verður fjölbreytt dagskrá hjá okkur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þar ber fyrst að nefna jólatónleika Fríkirkjukórsins á laugardag kl. 16. Á sunnudag kl. 11:00 verður jólaballið okkar á Thorsplani og á sunnudagskvöldið kl. 20:00 er aðventukvöldvaka. Fyrir alla þessa viðburði þurfa gestir að framvísa ...
Jólaball sunnudagaskólans á Thorsplani kl. 11
Sunnudaginn 12. desember er loks komið að jólaballi sunnudagaskólans á Thorsplani, í miðju jólaþorpinu. Þar ætlum við að dansa í kringum jólatréð við undirleik Fríkirkjubandsins. Til að fylgja þeim reglum sem eru í gildi í sóttvörnum biðjum við alla foreldra að hafa eftirfarandi reglur í huga og undirbúa sig og ...
Jólatónleikar Fríkirkjukórsins laugardaginn 11. desember kl. 16
Nú er komið að jólatónleikum Fríkirkjukórsins okkar góða. Tónleikarnir verða haldnir í kirkjunni laugardaginn 11. Desember kl. 16:00. Á tónleikadagskránni eru innlend og erlend jólalög ásamt hátíðlegum aðventusálmum. Einsöngur er í höndum Kirstínar Ernu Blöndal og Fríkirkjubandið spilar undir. Tónlistarstjóri er Örn Arnarson. Allir tónleikagestir þurfa að framvísa gildu hraðprófi sem má ...
Aðventuheimsóknir
Það er fátt sem gleður starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði meira á aðventunni en að taka á móti börnum úr leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Það er um leið ákveðin boðberi jólanna að fá börnin í heimsókn til okkar í fallegu kirkjuna. Eftir að þau fá að heyra jólaguðspjallið og syngja með ...
Vinningshafar í jólahappdrætti kvenfélagsins
Búið er að draga í jólahappdrætti Kvenfélags Fríkirkjunnar 2021 Vinningshafar geta nálgast vinningana í safnaðarheimilinu fimmtudaginn 2. desember kl. 17-19 og föstudaginn 3. desember kl. 14-16. Vinningshafarnir eru: Aðalbjörg Þorsteinsdóttir Alda Karen Svavarsdóttir Alexandrea Hödd Harðardóttir Almar Grímsson Anna Sigríður Magnúsdóttir Arna Margrét Geirsdóttir Auður Guðjónsdóttir Árni Rúnar Árnason Ásdís ...
Rafrænt jólahappdrætti Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði dregið 1. desember
Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði heldur rafrænt jólahappdrætti 1. desember 2021. Öll sem vilja geta verið með en hver miði kostar 1000 kr. Glæsilegir vinningar í boði. Ekki missa af þessum skemmtilega viðburði á facebooksíðu kvenfélagsins og styrkja í leiðinni dásamlegt starf Kvenfélags Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Hægt er að kaupa ...
Aðventustund fyrir fermingarungmenni og foreldra STREYMI
Sunnudaginn 28. nóvember munum við bjóða aðventuna velkomna í beinu streymi kl. 13 á facebooksíðu kirkjunnar. Fallegir jólatónar í boði Fríkirkjubandsins og Einar og Margrét Lilja leiða stundina. Við gerum ráð fyrir að öll fermingarungmennin horfi á stundina, skrái nafnið sitt við streymið og svari spurningum í Kirkjulyklinum í kjölfarið eins og um hefðbundna ...
Sunnudagaskóli í beinu streymi 28. nóv. kl. 11
Við munum streyma stuðinu beint frá sunnudagaskóla Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 28. nóvember kl. 11. Erna og Margrét Lilja verða í jólastuði ásamt Fríkirkjubandinu og góðum hjálparálfum. Hlökkum til að eiga góða stund með ykkur
Af hverju að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði?
Við höfum fengið þó nokkrar fyrirspurnir frá fólki sem er að velta því fyrir sér hvernig maður skráir sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði og af hverju. Til að svara fyrri spurningunni þá er tiltölulega auðvelt að gera það í dag, með rafrænum skilríkjum. Það þarf að skrá börnin sín sérstaklega, ...
Sunnudagaskóli í beinu streymi 21. nóvember kl. 11
Kæru vinir, í ljósi samkomutakmarkana sem í gildi eru, höfum við ákveðið að streyma til ykkar sunnudagskólanum næsta sunnudag, þann 21. Nóvember kl. 11:00. Við eigum eftir að sakna þess að hitta ykkur ekki í kirkjunni, en gleðin verður samt við völd og við eigum eftir að eiga skemmtilega stund ...