Sunnudagaskóli í beinu streymi 28. nóv. kl. 11
Við munum streyma stuðinu beint frá sunnudagaskóla Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 28. nóvember kl. 11. Erna og Margrét Lilja verða í jólastuði ásamt Fríkirkjubandinu og góðum hjálparálfum. Hlökkum til að eiga góða stund með ykkur
Af hverju að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði?
Við höfum fengið þó nokkrar fyrirspurnir frá fólki sem er að velta því fyrir sér hvernig maður skráir sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði og af hverju. Til að svara fyrri spurningunni þá er tiltölulega auðvelt að gera það í dag, með rafrænum skilríkjum. Það þarf að skrá börnin sín sérstaklega, ...
Sunnudagaskóli í beinu streymi 21. nóvember kl. 11
Kæru vinir, í ljósi samkomutakmarkana sem í gildi eru, höfum við ákveðið að streyma til ykkar sunnudagskólanum næsta sunnudag, þann 21. Nóvember kl. 11:00. Við eigum eftir að sakna þess að hitta ykkur ekki í kirkjunni, en gleðin verður samt við völd og við eigum eftir að eiga skemmtilega stund ...
Sunnudagaskóli FELLUR NIÐUR 14. nóvember
Kæru vinir, Í ljósi samkomutakmarkanna sem taka gildi laugardaginn 13. nóvember, höfum við ákveðið að fella niður Sunnudagaskólan þann 14. nóvember. Við vonumst til að geta tekið á móti ykkur fljótlega aftur. Þangað til, gætið að einstaklingsbundnum sóttvörnum og verið góð við hvort annað. Kærleikskveðja prestar og starfsfólk Fríkirkjunnar í ...
Aðalfundur bræðrafélagsins 13. nóvember
Aðalfundur bræðrafélagsins verður haldinn þann 13. nóvember kl. 11:00 í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir og heitt á könnunni.
Allra heilagra messa 7. nóvember 2021
Verið hjartanlega velkomin í kvöldguðsþjónustu sunnudaginn 7. nóvember kl. 20:00. Þann dag höldum við allra heilagra messu og minnumst látinna ástvina með ljósi, hlýjum orðum og fallegri tónlist. Fríkirkjubandið leikur ljúfa tóna og söngkonurnar Erna Blöndal og Bernedett Hegyi syngja fyrir okkur ásamt kór Fríkirkjunnar. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir leiðir ...
Hrekkjavakan á sunnudag
OOOOooooooooo Ójá, við ætlum að vera með hrekkjavöku, búninga og stemmnings sunnudagaskóla á sunnudaginn. Stúlkurnar á söng- og tónlistarnámskeiði Fríkirkjunnar eru búnar að semja hrekkjavökulag og ætla flytja það fyrir okkur við undirleik Auðar Guðjohnsen, Það verður gaman að sjá í hvaða kvikinda líki þær Edda og Erna Blöndal mæta ...
Skírnarathafnir margfaldast “eftir” covid
Það er gleðilegt að segja frá því að nú fjölgar skírnarathöfnum eftir að helstu samkomutakmörkunum vegna covid hefur verið aflétt. Prestarnir okkar, Milla og Einar, skírðu samtals sjö börn við hátíðlegar athafnir síðasta sunnudag, fjórar voru í kirkjunni, þar af ein í sunnudagaskólanum okkar og þrjár voru í heimahúsum. Á ...
Sunnudagaskóli 24. október
Það er skemmtilegur sunnudagaskóli framundan á sunnudag kl. 11 í umsjá Ernu, Eddu og Fríkirkjubandsins. Fjörug og fræðandi stund fyrir alla fjölskylduna! Sjáumst á sunnudag.
Þökkum góðar móttökur á kaffideginum
Fjölskyldumessa og kaffidagur kvenfélagsins voru haldin sunnudaginn 10. oktober. Það er óhætt að setja að safnaðarfólk hafi tekið góðan þátt í þessum degi, bæði með því að mæta í stórskemmtilega fjölskyldumessu þar sem upprennandi söngvarar á öllum aldri af tónlistarnámskeiðum kirkjunnar tóku þátt með Fríkirkjubandinu og Fríkirkjukórnum okkar. Á eftir ...