Bleikur sunnudagur 17. október
Það verður Bleikur sunnudagur 17. október 💗 Bleikur sunnudagaskóli kl. 11 - bleik, hjartahlýjandi og hress fjölskyldustund. Barn verður borið til skírnar. Við hvetjum ykkur öll til að koma í einhverju bleiku. Bleik kvöldguðsþjónusta kl. 20 - bleik, ljúf og notaleg tónlist. Margrét Lilja leiðir stundina, sérstakur gestur verður Alice ...
10. október – kaffisala kvenfélagsins
Sunnudagskólinn á sínum stað kl. 11 Kl. 14 er messa undir stjórn Margrétar Lilju Vilmundsdóttur, Arnar Arnarsonar og Fríkirkjukórsins. Á eftir kl. 15 henni er árlega kaffisala kvenfélags Frikirkjunnar. Kaffisalan hefst strax eftir messuna. Takk fyri stuðninginn og hlökkum til að sjá ykkur.
3. okt: Kvöldvaka í Fríkirkjunni kl. 20
Komandi sunnudag verður Sunnudagskólinn fyirr alla fjölskylduna kl. 11 eins og alla sunnudagsmorgna. Kl.20 verður sían skip úm gír. Þá er kvöldvaka í hímunu í kirkjunni okkar. Tíminn og haustið verður umfjöllunarefnið. Mikil og hugljúf tónlist ein og vera ber.
Sunnudagaskóli 26. sept kl. 11
Sunnudagaskólinn hefur farið af stað með krafti - fín mæting, krakkar á öllum aldri, mömmur, pabbar, afar, ömmur frændar og frænkur!
19. september í Fríkirkjunni – sunnudagaskóli kl. 11 og messa kl. 13.
Byrjum á sunnudagaskólanum kl. 11 - allir velkomnir ungir sem aldnir að vanda. Erna, Milla og Fríkirkjubandið halda okkur við efnið! Kl. 13 - Guðsþjónusta í Fríkirkjunni. Barn borið til skírnar. Milla predikar. Ljúfir tónar og uppbyggilegur boðskapur.
Fríkirkjan verður opin og lifandi um helgina
Sunnudagur kl. 11 - sunnudagskólinn fór í gang fyrir viku. Góð stemming og mikil þátttaka. Sunnudagsmorgnar eru fráteknir fyrir yngsta fólkið í kirkjunni í vetur! Sunnudagur kl. 20 - kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Margrét Lilja prestur (Milla) leiðir stundina og predikar. Um 70 fermingarbörn munu síðan dvelja á Úlfljótsvatni um ...
Aðalfundur Kvenfélags Fríkirkjunnar 21. september
Kæru kvenfélagskonur Þriðjudaginn 21. september kl. 19:30 mun aðalfundur kvenfélagsins fara fram.Hefðbundin aðalfundarstörf, kaffi og veitingar og verður gestur fundarins - Margrét Lilja Vilmundardóttir, nýráðin prestur safnaðarins.Hún mun vera með okkur á fundinum, halda stutta tölu og kynna sig. Dagskrá og starf vetrarins verður kynnt á fundinum. Sóttvarnar reglum verður framfylgt.Hlökkum til að ...
Til foreldra fermingarbarna vegna fermingarstarfs veturinn 2021 – 22
Til foreldra fermingarbarna vegna fermingarstarfs veturinn 2021 - 22 Fermingarstarfið hefst með samverum fermingarbarna og foreldra sunnudag 29. ágúst n.k. Í næstu viku sendum við ykkur nánar um tímasetningar, við erum aðeins að hinkra í ljósi samkomutakmarkana. Nú þegar hafa 150 börn skráð sig í fermingarstarfið, þau sem eiga eftir ...
Gengið að Görðum – Útimessa
Næstkomandi sunnudag, 15. ágúst, ætlum við að ganga frá frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði og enda í Garðakirkju kl. 11. Fararblessun og söngur við Fríkirkjuna í Hafnarfirði kl. 10:00 áður en lagt er af stað. Göngustjóri verður Jónatan Garðarsson sem mun deila með okkur áhugaverðum fróðleik eftir gamla Garðveginum Sr. Einar ...
Fermingar 2022
Allar upplýsingar og undir flipanum fermingar hér efst á síðunni. Skráningareyðublað er hér (best að afrita tengilinn): https://frikirkja.skramur.is/input.php?id=1