• Haust- og vetrarstarf litlu fjölskyldukirkjunnar að hefjast!

    2. september 2025

    Kæru vinir, eins og þið hafið kannski tekið eftir þá standa yfir framkvæmdir í safnaðarheimilinu. Vegna þessa verður örlítið rask á starfinu  okkar þetta haustið. Við vonum að þið sýnið okkur skilning vegna þessa. Sunnudaginn 7. september kl. 11:00 hefst syngjandi kátur sunnudagaskóli. Það verða það þær Edda, Erna og Inga, nýji presturinn okkar dásamlegi sem munu taka á móti ykkur ásamt Fríkirkjubandinu. Það verður spennandi að sjá hvaða kirkjuverðir verða með okkur að þessu sinni, Gulli eða Benni, - kannski bara báðir😻 Sunnudaginn 14. september verður að sjálfsögðu sunnudagaskóli og kl. 20:00 verður kvöldmessa þar sem sérstaklega verður tekið ...

Forsíða2025-09-02T15:33:00+00:00

Skráning í Fríkirkjuna

Það er auðvelt að skrá sig í Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Skráning fer fram í gegnum vefsíðu Þjóðskrár.

Framkvæmdir hafnar í safnaðarheimili kirkjunnar!

Elsku vinir, þá eru ferðalagið hafið. Framkvæmdir eru hafnar á efstu hæð safnaðarheimilisins. Vegna þessa verður ekki hægt að leigja út salina næstu mánuði. Það er mikið verk framundan en við ætlum að vera bjartsýn og glöð. Okkur leggst eitthvað til eins og amma mín sagði alltaf Já nú förum við á fullt í að ...

20. júní 2025|

Frjálst framlag!

Góðu vinir! Fríkirkjan leitar nú til safnaðarfólks um frjáls framlög til safnaðarstarfsins. Að þessu sinni er frjálsa framlagið 3.000 kr. og birtist í heimabanka með ógreiddum reikningum en er valgreiðsla. Allir ógreiddir seðlar falla niður um miðjan maí n.k.  Sérstaða Fríkirkjunnar í Hafnarfirði liggur m.a. í fjárhagslegu sjálfstæði hennar. Sóknargjöldin, sem eru skattur sem allir ...

30. mars 2025|

Skráning í fermingu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði vorið 2026!

Hér geta foreldrar og forráðamenn skráð fermingarbörn vorið 2026.https://frikirkja.skramur.is/input.php?id=7Vinsamlega biðjið um aðgang að Facebooksíðunni Fermingarhópur 2026.Ferming er merkileg stund í lífi fermingarungmenna og fjölskyldna þeirra. Stór tímamót þar sem fermingarungmenni þiggur blessun og kærleiksrík orð sem veganesti í ferðalagið til fullorðinsára. Fermingin snýst fyrst og fremst um það að gleðjast með fermingarungmenninu fyrir það eitt ...

14. febrúar 2025|

Við bjóðum sr. Ingu Harðardóttur hjartanlega velkomna til starfa.

Elsku vinir!Það berast skemmtilegar fréttir úr Fríkirkjunni en á komandi hausti bætist í starfsmannahópinn okkar góða þegar sr. Inga Harðardóttir gengur til liðs við okkur sem prestur kirkjunnar. Inga er ekki ókunnug Fríkirkjunni en hún starfaði hjá okkur um nokkurra ára skeið í fjölbreyttu starfi kirkjunnar samhliða námi í guðfræði. Síðustu ár hefur hún verið ...

23. janúar 2025|




Helgihald

Sunnudagaskóli hefst 7. september kl. 11:00

14. september verður sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Inga Harðardóttir boðin velkomin til starfa.

21. september: Sunnudagaskóli kl. 11:00

28. september: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00

5. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00

12. október: Söfnunardagur kirkjunnar. Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00

19. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldvaka kl. 20:00

26. október: Sunnudagaskóli kl. 11:00 með Eddu og Einar

2. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og Allra heilagra messa kl. 20:00

9. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

16. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og kvöldmessa kl. 20:00

23. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00

30. nóvember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 Samverustund á aðventu með fermingarfjölskyldum kl. 13:00-14:00 og 14:30-15:30

7. desember: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og aðventukvöld kl. 20:00

14. desember: Jólaball sunnudagaskólans í Hellisgerði kl. 11:00

Safnaðarstarf hefst aftur

í september/október!



Mánudagar

16:30 Krílakór yngri
17:00 Krílakór eldri

Æfingar hefjast 6. október og fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð.

Þriðjudagar

10:30 – 11:10 Krílasálmar fara fram í kirkjunni – Krílasálmar hefjast 9. september

17:00 – 19:00 Fermingarstarf

Miðvikudagar

18:30 – 21:00 Fríkirkjukórinn æfing

Fimmtudagar

17:00 – 17:30 Litli kór

17:30 – 18:15 Barnakór Fríkirkjunnar-

Æfingar hefjast 25. september og munu fara fram á Reykjavíkurvegi 68 2. hæð

Fyrsta þriðjudag í mánuði: Kvenfélagið kl. 20:00

Samfélagsmiðlar

Opnunartími

Alla virka daga

Starfsfólk

Allar upplýsingar um netföng og símanúmer eru hér

Fríkirkjan í Hafnarfirði

Linnetsstíg 6
220 Hafnarfirði
Sími: 565 3430

Skráning í Fríkirkjuna í Hafnarfirði

Go to Top